Setja upp verðlista

Breytt Thu, 20 Jan 2022 kl 11:39 AM


Þú þarft að hafa að minnsta kosti einn verðlista fyrir gististaðinn þinn. Þú getur haft eins marga verðlista eins og þú vilt og ákveðið hvaða verðlista hver ferðaskrifstofa fær hjá þér. 


1. Smelltu á Add price agreement. 


2. Þú getur sett upp verð sem eru háð fjölda fullorðna, fjölda herbergja og/eða fjölda nátta - Einnig er hægt að gera lista með blöndu af öllum valmöguleikum.  Þú ræður þessu alfarið hvernig þessu er stillt upp og hvernig verðstýringu þú notar. 


Travia mun einnig spyrja þig hvort verðin eru háð árstíðum.  Ef þú velur Yes þá færðu upp nokkra mismunandi sniðmáta sem þú getur breytt eða þú getur einnig sett upp eigin verðilista frá grunni Custom.  (Skref 6 sýnir hvernig setja skal upp tímabil á verðlistanum)  Smelltu svo á Next3. Hérna setur þú nafn á verðlistann og velur hvort þetta sé NET eða Gross verðlisti. 

  • NET verðlisti eru verðin sem ferðaskrifstofur fá og sjá þegar þau bóka hjá þér í Travia.

  • GROSS verðlisti eru verðin án þóknunar.  Þú ákveður þá hvað hver ferðaskrifstofa fær mikin afslátt (commission) á verðin hjá þér. Afsláttin velur þú svo seinna þegar þú ferð í samstarf við ferðaskrifstofur.

  • Þú getur einnig valið BAR verðlista. BAR stendur fyrir best available rates. BAR verðlisti er öðruvísi en "fixed" verðlisti. Með því að vera með BAR verðlista, ertu að nota þau verð sem þú ert með á öðrum sölusíðum. Travia sækir verðin úr þínu hótelkerfi og tengir þau við Travia.


4. Til að velja yfir hvaða tímabil verðlistin er, smelltu á þrjá punktana hægra megin við verðlistann og veldu Edit Price List


Þá færðu upp þennan glugga.  Hérna velur þú dagsetningar. Smelltu svo á Save 


5. Svo fyllir þú út verðin sem þú ætlar að bjóða uppá í Travia, hvort sem þau eru NET eða GROSS.  Ef þú ætlar að vera bara með BAR, þarftu ekki að fylla út, heldur mun Travia þá sækja verðin beint úr þínu hótelkerfi.


Hérna getur þú haft mismunandi verð á herberginu þínu eftir því hversu margir eru í herberginu, hversu mörg herbergi eru bókuð og/eða í hversu margar nætur. 


  • Í þessu tiltekna dæmi sjáum við að: Þú getur sett upp ákveðið verð ef einn fullorðin bókar á milli 1-30 herbergi í 1-2 nætur.

 

 

  • Hér getum við séð meðfylgjandi: Ef það eru tveir í herbergi, og það eru bókuð 1-30 herbergi í 1-2 nætur, þá er verðið 13.500 ISK.6. Seasons - Ef verðin hjá þér eru árstíðarbundinn, getur þú skipt verðlistanum upp í ,,seasons" og haft mismunandi verð eftir tímabilum. Til að bæta við tímabili, smelltu á þrjá punktana og veldu Add season


Hérna getur þú valið dagsetningar á þessu tímabili. Smelltu svo á Save


Ef verðin hjá þér eru mismunandi eftir tímabilum, getur þú valið Copy prices from og sótt verðin frá öðru tímabili og annaðhvort hækkað eða lækkað verðin um ákveðna prósentu í percentage glugganum. Smeltu svo á Save. Þá uppfærast verðin sjálfkrafa eftir þeim breytingum sem þú stilltir. Einnig getur þú sett nýju verðin sjálfvirkt inn, ef verðbreytingin er ekki prósentureiknuð.  Þú getur haft eins mörg season eins og þú vilt.


Dæmi: Tímabilið Sumar frá 01/05 - 30/09. eru verðin 15% dýrari en tímabilið Vetur 01/01 - 30/04


Special season: Það á vel við ef það eru sértstök verð fyrir jól og páska tímabil til dæmis. Þá getur þú smellt á Add season og hakaðu í Special season. Þá býrðu til nýtt season sem mun yfirtaka þær dagsetningar á því tímabili. 

Dæmi: Tímabilið Jólin 21/12 - 31/12. Verðin á þessu tímabili eru þau sömu og á Sumar tímabilinu.7. Þú getur valið hvort hægt sé að fá auka rúm og/eða morgunmat hjá þér, og hvort það sé innifalið eða kosti aukalega. Ef þú hefur bætt við Add-on í skrefi 2 (Helstu upplýsingar um gististaðinn minn) mun það birtast hér.


8. Þú getur alltaf notfært þér Save draft möguleikan. Þá vistast allar breytingar sem þú gerir og þú getur svo haldið áfram seinna og klára að setja hann upp. Þegar verðlistinn er tilbúin, smelltu á Save price agreement.  

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina