Þegar þú býrð til Property í Travia þá þarftu að setja upp herbergi. Hérna fylliru út helstu upplýsingar um herbergin sem þú býður upp á.
1. Smelltu á Add room
2. Í Basic Settings fyllir þú út í hvaða flokk herbergið er, hvaða týpa, nafnið, hversu mörg herbergi eru til af þessari gerð og hámark gesta.
3. Í Additional settings bætir þú við stuttri lýsingu á herberginu og hversu stórt það er í fermetrum.
Ef eignin er tengd Godo Property, er hægt að tengja herbergin saman við Travia. Þá smelluru á Room ID og þar færðu lista yfir herbergin sem þú ert með skráð í Godo Property og velur rétt ID.
4. Í Room Add-ons er valmöguleiki um að bæta við á morgunmat og/eða hvort hægt sé að bæta við auka dýnu.
- Ef þú bætir við Add on í skrefinu á undan (Helstu upplýsingar um gististaðinn minn) þá bætist það við á listann hér. Ef þessi viðbót (Add-on) er í boði á þessu herbergi, þá hakar þú við það hér.
- Þessi viðbót (Add-on) birtist síðan á verðlistann hjá þér, þar sem þú bætir við hvort þetta sé innifalið eða kosti aukalega.
5. Room Amenities er hægt að haka við þá hluti sem er innifalið í herberginu.
6. í Room Photos bætir þú inn myndum af herberginu.
7. Þegar herbergið er tilbúið, smelltu á Save Room
Næsta skref - Setja upp afbókunarskilmála