BookVisit

Breytt Thu, 16 Okt kl 11:56 AM

Hvernig á að setja upp tenginguna við BookVisit


Þegar þú ert búin að búa til aðgang á Travia og ert að setja upp gististaðinn þinn, þarftu að tengja hann við channel manager. 


Til að tengjast BookVisit, smelltu á Select channel manager sem er undir Connect your property with a channel manager. 

Þá færðu upp lista af valmöguleikum. Þú velur BookVisit af listanum (sjá mynd). 





Þegar þú velur BookVisit, færðu upp kóða undir Property Key, líkt og er á myndinni. 




Vinsamlegast athugið að það þarf að vera búið að búa til herbergin áður en næstu skref geta verið tekin. 


1. Senda þarf Travia Property Key kóðann til BookVisit með að senda tölvupóst á support@bookvisit.com 


2. BookVisit mun setja upp tenginguna við Travia á BookVisit aðganginum þínum og gera allt klárt fyrir möppunina. BookVisit mun senda þér tilkynningu þegar allt er klárt fyrir þig til að halda áfram. 


Næstu skref fara fram á BookVisit aðganginum þínum:

3. Til að opna rásina og mappa saman, smelltu á Promote í BookVisit. Veldu Settings og Travia rásina. 

4. Rásin hefur tvo dálka (raðir) til að vinna með. 

- Vinstri dálkurinn sýnir gögn sem eru send frá Travia, eins og herbergjatýpu og verðplön.

- Hægri dálkurinn leyfir þér að velja og tengja rétta herbergjatýpu og verðlplön í BookVisit. 

Þegar allt er mappað og tengt saman, ýttu á Save. 

 

5. Þegar möppunin er fullklár vinsamlegast upplýstu support teymið hjá BookVisit. Þau munu klára að virkja tenginguna, og samstilla kerfin tvö, verð, framboð, takmarkanir og þess háttar við Travia. 


6. Travia mun senda bókanirnar til BookVisit og þær eiga að birtast í dagatalinu hjá þér. 

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina