Samstarf með Key to Iceland
Að tengjast Key to Iceland í gegnum Travia er gert á sama hátt og við aðrar ferðaskrifstofur.
Key to Iceland getur ýmist sent þér samstarfsbeiðni eða þú óskað eftir samstarfi við Key to Iceland. Í kjölfarið getur þú ákveðið afbókunarskilmála og verðlista eins og hjá öðrum sem nota Travia.
Verð og verðlistar
Verðin sem birtast viðskiptavinum KeytoIceland.com fyrir gististaðinn þinn byggja á eftirfarandi:
- Verðum sem þú setur inn í gegnum Travia.
- 12% þóknun sem við bætum ofan á upphæðina.
Þú getur valið að setja inn NET-verð eða GROSS-verð.
Ath. Ef þú velur að setja inn GROSS-verð, er mikilvægt að veita að lágmarki 12% afslátt í Travia-kerfinu til að tryggja að rétt verð birtist hjá okkur.
Gistináttaskattur
Gististaðir hafa valmöguleika um að tilgreina hvort gistináttaskattur sé innifalinn (included) eða ekki (excluded).
- Ef “excluded” - Travia bætir 800 krónum ofan á verð sem eru í Travia eða Travia sækir.
- Ef "included" - Engu bætt við verðið.
Greiðslur
Key to Iceland tekur á móti kortaupplýsingum og greiðslu frá viðskiptavinum vegna gistingar.
Gististaðnum berst svo greiðsla á fyrsta virka degi eftir útritun, að því gefnu að reikningur hafi borist Key to Iceland.
Ef þinn gististaður kýs að innheimta greiðslur með lengra millibili til að fækka útgáfu reikninga þá er fullur skilningur á því.
Afsláttur
Ef þú vilt setja upp afslátt á einhverju tímabili sem tengist Key to Iceland, þá má smella hér til þess að lesa leiðbeiningar um það.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina