Umbætur á samstarfi - hægt að festa fleiri en einn verðsamning á samstarf

Breytt Tue, 25 Mar kl 4:10 PM

Með nýrri útgáfu af Travia er hægt að festa fleiri en einn verðsamning og afbókunarskilmála á hvert samstarf fyrir sig.


- Verðsamningur getur gilt yfir ákveðið tímabil. 

- Hægt að setja aðra afbókunarskilmála á ákveðið tímabil. 

- Fleiri enn einn verðsamningur og afbókunarskilmálar geta verið í gildi í einu. 


Inni á hverjum samning fyrir sig er möguleiki að uppfæra samninginn og bæta við þessum nýju þáttum. 



Eftir uppfærslu uppfærist útlitið á samningnum í eftirfarandi:


Grunnatriðin eru enn þau sömu en finnast á nýjum stöðum.

Ef ýtt er á punktana þrjá í Details kassanum er hægt að finna Activity Panel til dæmis, Hætta við samstarf og einnig að breyta aftur í gamla útlitið. 


Til að breyta upplýsingum eða skilmálum eins og Instant booking limit eða Default invoicee ID þá er ýtt á punktana þrjá á Settings kassanum og valið Edit. 


Þegar ýtt er á Edit opnast vængur hægra megin á skjánum hjá þér og hægt að setja inn réttar upplýsingar. 


Fleiri en einn verðsamningur og/eða afbókunarskilmálar á samstarfssamning

Hægt er að hafa fleiri en einn verðsamning eða afbókunarskilmála á samstarfi. 

Verðsamningur getur haft ákveðin gildistíma ef þess hentar. Ef

Ef fleiri en einn verðsamningur eða afbókunarskilmálar eru í gildi, þá getur ferðaskrifstofan valið verð og skilmála sem hentar bókuninni best. Athuga einungis einn afbókunarskilmáli er í gildi en fleiri en einn verðsamningur þá sýnum við lægsta verðið sem er í boði. 


Til að bæta við nýjum verðsamning á samstarf, ýttu á Add undir Contract conditions og vængur mun birtast hægra megin á skjánum þar sem þú fyllir út allar upplýsingar. 



Veldu verðsamning og afbókunarskilmála, ásamt tímabilinu sem þau eiga að gilda á. 

Athuga ef enginn afbókunarskilmáli er valinn er sjálfgefni (default) valinn. 

Ýttu á Add til að festa við samstarfið. 


Þú getur notast við verðkóða sem eiga einungis við þennan verðsamning. Þú getur bætt honum á eitt herbergi eða öll. 

Ef það eru margir verðkóðar á herbergi þá er alltaf notast við lægsta verðið sem er í boði þegar er verið að gera bókun. 

Ef lokað er á alla verðkóða þá er líka lokað á verðsamninginn og notast er við BAR verð, ef sá möguleiki er fyrir hendi.


Passaðu vel upp á að verðkóðarnir eru þeir sömu og í CM kerfinu, og að verð og skilmálar eru rétt sett upp og samstiltl. Athuga að það getur tekið smá tíma fyrir nýja verðkóða að samstilla sig á milli kerfa. 




Ef að gististaðurinn velur að uppfæra samstarfsamninginn þá mun samningurinn ferðaskrifstofu megin líka uppfærast. 

Ferðaskrifstofan sér hvaða verðsamningar er í gildi á hvaða tíma ásamt afbókunarskilmálum og getur skoðað hvað er í boði. 

Þegar ferðaskrifstofan er að bóka og og margir verðsamningar og afbókunarskilmálar eru í gildi, þá getur ferðaskrifstofan valið hvaða verð og skilamála eiga að vera á bókuninni. 

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina