Til þess að fá inn bókanir til þín á Travia þarftu að vera í samstarfi við ferðaskrifstofur.
1. Byrjaðu á því að smella á My property cooperation
2. Smelltu á Create new cooperation
3. Veldu eignina þína and smelltu á Next
4. Hér eru allar þær ferðaskrifstofur sem eru skráðar í Travia. Hér getur þú valið þær ferðaskrifstofur sem þú vilt að geti bókað á þinn gististað. Þú getur valið að hámarki 10 ferðaskrifstofur í einu til að senda á.
5. Ef þú vilt fara í samstarf við ferðaskrifstofu sem ekki er nú þegar í Travia, getur þú sent þeim tölvupóst og boðið þeim að skrá sig á Travia og bóka hjá þér.
6. Smelltu á Next.
7. Þegar þú ferð í samstarf við ferðaskrifstofu, þarftu að velja afbókunarskilmála og verðlista sem hún fær hjá þér þegar hún bókar hjá þér. Smelltu á Cancellation Policy til að velja afbókunarskilmála og smelltu á Price Agreement til að velja verðlistann. Ef þú hakar í use BAR, mun Travia sækja verðin úr hótel kerfinu þínu ef þau eru ódýrari en verðin sem eru í verðlistanum.
*Ef þú ert með NET verðlista - munu verðin sem eru skráð þar vera sýnileg hjá ferðaskrifstofum sem bóka hjá þér.
*Ef þú ert með GROSS eða RACK verðlista - getur þú gefið afslátt í commission reitnum. Verðin sem verða sýnileg á Travia eru verðin eftir að commission hefur verið reiknað af.
8. Í Instant Booking Limit getur þú sett takmark á hversu mörg herbergi í einni bókun ferðaskrifstofan getur bókað hjá þér. Ef þú setur hámark 3 herbergi þá getur ferðaskrifstofan bókað hjá þér 3 herbergi sjálfkrafa. Ef bókunin inniheldur fleiri en 3 herbergi breytist öll bókunin í beiðni. Þú færð svo tölvupóst þar sem þú getur samþykkt eða neitað bókuninni.
9. Í Name list Reminder Days getur þú valið hversu marga dögum fyrir check-in, ferðaskrifstofan fær ábendingu frá Travia um að senda þér nafnalista yfir alla gesti í bókunni.
10. Í Invite message getur þú skrifað skilaboð til ferðaskrifstofunnar sem fylgir með samstarfsbeiðninni.
11. Ef þú hefur valið nokkrar ferðaskrifstofur sem þú ætlar að senda á í einu, en vilt ekki hafa sömu stillingar fyrir alla, getur þú smellt á Customize flipann.
Þegar þú hefur sent samstarfsbeiðni á ferðaskrifstofu, sendir Travia tölvupóst á ferðskrifstofuna. Þegar ferðaskrifstofa er búin að samþykkja samstarfsbeiðni frá þér, getur hún bókað hjá þér í gegnum Travia undir þeim skilyrðum sem eru í samstarfssamningum ykkar á milli.