Afbókunarskilmálar

Breytt Thu, 28 Ág kl 9:55 AM

Þegar þú setur upp þinn gististað, þarftu að hafa að minnsta kosti einn afbókunarskilmála. 


Hægt er að búa til marga afbókunarskilmála eða sérskilmála fyrir ákveðna viðskiptavini. 


Hægt er að velja milli Standard afbókunarskilmála eða Non-Refundable afbókunarskilmála


Til að búa til afbókunarskilmála eða uppfæra þá þarftu að fara inn í My Properties. Smella á gististaðinn þinn og velja flipann að ofan sem kallast Cancellation Policies.


Smelltu á Add Cancellation Policy




Að búa til Standard afbókunarskilmála 


1. Settu nafn á afbókunarskilmálann og stutta lýsingu. 



2. Hægt er að setja inn tímasetningu sem afbókunarskilmálar taka í gildi. 


Hægt er að straumlínulaga afbókunartímann við innritunartímann. 

Ef engin tímasetning er valin þá taka afbókunarskilmálar í gildi frá miðnætti. 



3. Umhugsunarfrestur (Grace Period) 


Leyfilegt er að afbóka bókun án gjalds innan við ákveðin tímaramma eftir að bókunin var gerð. Venjulegar afbókunarskilmálar eru undanskildir.



Sem dæmi þá gerir ferðaskrifstofa bókun fyrir næsta dag. Eftir klukkutíma þá kemur í ljós að hún þurfi strax að afbóka bókunina sem var verið að búa til, grace period er í gildi þannig ekki kemur til afbókunargjalda þótt að hefðbundnir afbókunarskilmálar séu 100% gjald ef afbókun berst eftir 48 tímum fyrir komu. 


4. Room Range 


Hægt er að hafa eina skilmála sem gilda almennt. 

Einnig er hægt að stilla upp mismunandi skilmálum eftir því hversu mörg eru bókuð ásamt því að setja upp mismunandi skilmála byggt á því hver fyrirvarinn um afbókun er mikill. 



Ef þú vilt setja upp mismunandi skilmála byggt á fjölda herbergja og fyrirvara þá er ýtt á New Range. Mikilvægt er þá að hafa í huga hvaða stilling á að vera fyrir fyrst, hægt að hugsa um þá stillingu sem FIT og svo fjölbreytilegri skilmálar fyrir hópa. 


Sjá mynd, þá er 1-4 herbergi með 48 tíma afbókunarfrest. Næsta Room Range er 5-15 herbergi og hægt er að velja hvort uppsetningin er byggð á klukkutímum, dögum, vikum eða mánuðum. 




Hægt er að hafa mismunandi stillingar hverju Room Range, ýttu á græna plúsinn til að fá nýja línu. 




Til að bæta við skilmálum fyrir restina af herbergjafjöldanum ýtt á New Range. 



Þá kallar kerfið sjálfkrafa fram herbergjafjöldann sem er eftir. Hægt er að breyta því eftir hentisemi ásamt uppstillingu. 




Ef það eru komnir afbókunarskilmálar fyrir allan herbergjafjöldann sem er í boði þá endilega ýta á Save cancellation Policy



Að búa til Non-Refundable afbókunarskilmála


1. Veldu uppsetningu á afbókunarskilmálum sem Non-Refundable. Það sem er í gildi er grátt. 



2. Settu nafn á afbókunarskilmálann og stutta lýsingu. 



3. Möguleiki á að vera með umhugsunarfrest (grace period)

Leyfilegt er að afbóka bókun án gjalds innan við ákveðin tímaramma eftir að bókunin var gerð. Venjulegar afbókunarskilmálar eru undanskildir.



Til að vista afbókunarskilmálan er mikilvæt að ýta á Save cancellation policy. 


**Athuga ekki er hægt að breyta eldri afbókunarskilmálum úr standard yfir í non-refundable


 


Næsta skref - Setja upp verðlista

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina