BAR stendur fyrir best available rates.  BAR verðlisti er öðruvísi en "fixed" verðlisti. Með því að vera með BAR verðlista, ertu að nota þau verð sem þú ert með á öðrum sölusíðum. Travia sækir verðin sem þú ert með í þínu hótelkerfi og tengir þau við Travia.



Þú þarft ekki að fylla inn verð fyrir hvert herbergi og hvert tímabil. Þú þarft hinsvegar að stilla hvort þú bjóðir upp á morgunmat. (innifalinn, ekki í boði, eða kostar auka).  Einnig þarftu að stilla hvort þú bjóðir upp á möguleikann á auka rúmi.



1. Smelltu á My properties. Smelltu á þá eign sem þú ætlar að breyta fyrir. 


2. Smelltu á Seasons & Prices. Smelltu á Add price agreement. 


3. Veldu No í báðum spurningum sem birtast. Smelltu svo á Next


4. Veldu nafn á verðlistann.
 
5. Veldu gjaldmiðillinn sem þú ert með í Invoicing currency

6. Hakaðu við í Bar price agreement flipanum.

7. Fylltu út í reitina hvort það sé boðið uppá morgunmat og auka rúm. (Sé valið 0 í reitina þýðir að það sé innifalið. Ef þú setur verð í reitina þýðir að það kosti aukalega. Sé ekkert valið í reitina þýðir það sé ekki í boði)


7. Þú getur alltaf vistað allar breytingar sem þú gerir á verðlistanum, og haldið áfram seinna, með því að smella á Save draft. Smelltu á Save price agreement þegar verðlistinn er tilbúinn.