Til þess að framkvæma bókun, smelltu á Search uppi í vinstra horninu.


1. Hér fyllir þú út í leitarflokkana

  • Check-in og check-out, 
  • Hversu mörg herbergi 
  • Hversu margir gestir


Til þess að flýta leitinni, er hægt að "zooma" á það landsvæði sem er leitast er eftir. 


  • ATH. Check-in og check-out dagsetningin getur ekki verið sama dagsetning.  Ef valin er sama dagsetning á check-out og check-in, kemur ekkert framboð. Ef bóka á eina nótt, þarf check-out að vera degi seinna en check-in.


2. Þegar búið er að fylla út leitarflokkana, sérðu framboðið á þeim gistiaðilum sem koma upp.  Til þess að halda áfram og bóka herbergi, smelliru á körfuna. 


3. Þá færðu upp þennan glugga:


1. Hérna setur þú nafnið sem þú vilt hafa á bókuninni. 


2. Í Voucher Number setur þú voucher kóða, ef það á við, fyrir bókhaldið. 


3. Country field er fyrir þjóðerni á gestinum. 


4. Hérna velur þú hvaða herbergjatýpu þú vilt bóka, hversu mörg herbergi og hversu margir gestir í hverju herbergi. Ef gistiaðillinn býður upp á morgunverð, velur þú það hér líka. 


5. Í Room notes - getur þú skrifað skilaboð sem fylgja með þessu tiltekna herbergi. Til dæmis, gesturinn í þessu herbergi er með bráðaofnæmi.


6. Í reservation notes - getur þú skrifað skilaboð sem fylgja á með bókuninni. Til dæmis, late arrival.


7. Hér getur þú sett inn nafnalista yfir alla gestina. Ef bókunin er tilbúin - Smelltu á Add & Confirm til þess að staðfesta bókunina.

 

Ef þú ætlar að bóka fleiri gistiaðila í bókunina - Smellir þú á Add og leitar svo að næsta gistiaðila og endurtekur. 


Instant flipinn - Ef gistiaðillinn er með takmörkun á því hversu mörg herbergi þú getur bókað mun flipinn vera sjálfkrafa stillt á off - Þú getur samt ennþá bókað, en þá verður bókunin að beiðni.