Hvernig svara á allotment beiðnum frá ferðskrifstofum?

Breytt Fri, 11 Okt, 2024 kl 3:00 PM


Beiðnir um allotment, eða blokkbókanir, koma reglulega frá ferðaskrifstofum. Travia mun þá búa til svokallaðar blokkbókanir í hótel kerfinu þínu sem ferðaskrifstofan mun eiga forgang á. 


Þegar þú færð slíka beiðni færðu ábendingu um það í tölvupósti þar sem þú getur smellt á link sem fer með þig í beiðnina.  


Einnig getur þú séð allar beiðnir sem þú hefur fengið í Travia:


1. Smelltu á Property allotments. 



2. Hérna sérðu yfirlit yfir allar allotment beiðnir.  Til að skoða beiðni, smelltu á þrjá punktana hægra megin á síðunni og smelltu þar á edit.



3. Núna ertu komin inn í beiðnina.  Hér sérðu hvað þessi tiltekna ferðaskrifstofa er að biðja um að þú takir frá fyrir þau.  Þú ræður alfarið hversu mörg herbergi og hvaða herbergjatýpur þú vilt hafa innifalið í þessum samningi.  


4. Room mappings - Hérna ákveður þú hvaða herbergjatýpu/r og fjölda þú vilt hafa innifalið í þessu allotmenti. Til að tengja saman herbergin við hótelkerfið þitt, smelltu á Synchronized As og veldu viðkomandi herbergi.


- Auto Release. Með því að haka við Auto Release getur þú ákveðið hvenær öll ónotuð herbergi opnast fyrir aðra til að bóka ef herbergin hefur ekki verið notuð af þessari ferðaskrifstofu. Til dæmis, ef þú vilt að öll ónotuð herbergi muni opnast fyrir aðra 30 dögum fyrir check-in dag.

  • Day by day - Þau herbergi sem ferðaskrifstofan hefur ekki notað, munu þá opnast einn dag í einu.
  • Whole allotment -  Þá opnast fyrir öll herbergin yfir allt tímabilið sem allotmentið nær yfir. 


Hægt er að tengja rate kóða við ónotuðu blokk bókanirnar og velja fast verð sem birtist á blokk bókanirnar.  Ath: Þegar notandinn bókar svo í allotmentið, þá gilda verðin sem er í verðlistanum sem munu þá munu þá yfirskrifa verðið á bókuninni í hótelkerfinu þínu.


5. Exception dates - Hérna getur þú valið undantekninga dagsetningar sem ekki eru innifaldnar í þessum alloment samningi. 


6. Settings & Rules - Hér velur þú verðlista og afbókunarskilmála sem munu gilda í þessum samningi. 


7. Þegar þú ert sátt/ur með allar stillingar, smelltu á Offer.  Þá fær ferðaskrifstofan þetta samningstilboð og annað hvort samþykkir eða hafnar.  Þú getur einnig látið fylgja með skilaboð til ferðaskrifstofunnar með því að smella á Messages.


**Vinsamlegast athugið; neðst í hverju samstarfi fyrir sig (cooperation), er hægt að vinna hnapp þar sem stendur "Book regular rooms first". 

Þetta þýðir að agentinn verður að bóka af allotmentinu fyrst, áður en hann getur bókað þessa herbergjatýpu, samkvæmt framboði. 


Ef þið viljið að agentinn geti valið hvort hann bókar af allotmentinu eða bóki eftir eftirspurn, fyrir þetta tiltekna herbergi, þá þarf að haka í "book regular rooms first".   


Hér að neðan er mynd, sem sýnir hvernig þetta snýr að agentinum þegar hann bókar og hvernig hann getur valið þá "regular room" eða að bóka af allotmenti. 



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina