Þegar þú setur upp þinn gististað, þarftu að hafa að minnsta kosti einn afbókunarskilmála. Þú getur haft eins marga afbókunarskilmála eins og þú vilt.  Hægt er að velja hvaða afbókunarskilmála hver ferðskrifstofa fær hjá þér. 


1. Smelltu á Add Cancellation Policy


2. Settu nafn á skilmálann og stutta lýsingu á skilmálanum.


3. Þú getur haft mismunandi skilmála eftir því hversu mörg herbergi ferðaskrifstofa bókar hjá þér. Þú getur valið um það í Room Range.  (Dæmi: Þú ert með hótel sem er 12 herbergi.  Þá getur þú haft einn skilmála ef ferðaskrifstofa bókar 1-5 herbergi og annan skilmála ef það eru fleiri en 5 herbergi bókuð.)


4. Til þess að bæta við, smelltu á New Range


5. Einnig er hægt að hafa mismunandi stillingar á því hversu mikið þú endirgreiðir fyrir afbókun eftir því hver fyrirvarinn er mikill. Til þess að bæta við stillingu, smelltu græna plús takkann.

Dæmi:

Ef afbókuð eru 1-5 herbergi innan 48 klukkutíma, þá er 100% afbókunargjald.

Ef afbókuð eru 6-12 herbergi

- innan 2 vikna, þá er 100% afbókunargjald

- innan 4 vikna, þá er 50% afbókunargjald

- innan 8 vikna, þá er 20% afbókunargjald 

 


Næsta skref - Setja upp verðlista