Til þess að geta bókað hjá gistiaðilum í Travia, þarftu að vera í samstarfi við gistiaðila.  Til að senda samstarfsbeiðni:


1. Smelltu á My agency cooperations 


2. Smelltu svo á Create new cooperation


3. Hér sérðu alla þá gistiaðila sem eru skráðir í Travia sem þú ert ekki í samstarfi við.  Veldu þá gististaði sem þú vilt senda beiðni til með því haka í boxið hliðin á nafninu. 


4. Smelltu svo á Next


5. Hér getur þú látið fylgja með skilaboð til gistiaðilans.  


6. Smelltu svo á Invite


Þegar gistiaðilinn svarar beiðninni frá þér, gefur hann þér verðlista og afbókunarskilmála. Þú færð svo ábendingu í tölvupósti þegar beiðni þinni hefur verið svarað.


 Um leið og beiðnin þín hefur verið samþykkt, getur þú leitað hann upp í Travia og byrjað að bóka hjá honum.