Til þess að uppfæra eða framlengja verðlistann þinn yfir á næsta ár þá máttu skrá þig inn á Travia (https://app.travia.is).


Svo smellir þú á My Properties -> og smellir svo á nafnið á gististaðnum þínum sem þú vilt uppfæra.


(hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær)Þá sérðu ofarlega uppi Prices en þá er smellt á þann hnapp.Svo velur þú þann verðlista sem þú villt uppfæra með því að smella á nafnið á verðlistanum.


Þá birtist hann svona hjá þér


Þá er smellt á Add new list sem er appelsínugulur takki neðarlega fyrir miðju.


Þá mun ný lína birtast með næsta verðlista, en þá er smellt á þann verðlista til þess að opna hann:
Þá þarf að velja hvenær þessi verðlisti er gildur, en hann getur verið gildur t.d. frá 1.1.2020 - 31.12.2020 og þá lítur hann svona út:Hér má sjá að ég hef valið réttar dagsetningar og breytt þeim verðum sem ég vildi breyta.


Þegar þú ert orðin ánægð/ur með breytingar á verðlistanum þá smellir þú á Save price agreement sem er grænn takki neðst niðri hægra megin.


Þegar smellt er á takkann mun Travia spyrja þig hvort þú viljir uppfæra alla þá sem þú ert í viðskiptasambandi við með þessum nýja verðlista.


Ef þú vilt breyta um tímabil milli ára þá máttu endilega skoða þessa grein hér: https://help.travia.is/support/solutions/articles/36000166415-hvernig-skipti-%C3%A9g-um-t%C3%ADmabil-%C3%AD-ver%C3%B0listanum-m%C3%ADnum