Til þess að taka þátt í Styrkjum Ísland verkefninu þá þarf gististaðurinn þinn að vera til í Travia.


Þó svo að þinn gististaður sé ekki með beintengingu við þitt hótelkerfi eða rásastjóra (e. channel manager), þá getur þú samt sem áður tekið þátt.


Vinsamlegast farðu á https://app.travia.is.


Búðu til aðgang og kerfið lóðsar þig í gegnum skrefin.


Þegar þú ert búin(n) að skrá þig í kerfið, þá setur þú upp nýtt "property" með því að smella á "Property" fyrir miðjum skjá.Því næst eru viðeigandi upplýsingar fylltar út:


Vinsamlegast athugið, að ekki þarf að fylla út "connect your property with a channel manager".


Nauðsynlegt er að fylla út skref 2 - Detailed information, með myndum og lýsingu.


Því næst eru herbergi fyllt út:Vinsamlegast fyllið einnig út aukahlutina (e. amenities), því þau birtast á vefsíðu styrkjumisland.is.


Þegar öll herbergi eru útfyllt, þá er nauðsynlegt að skrá sig í herferðina Styrkjum Ísland, en hér eru leiðbeiningar fyrir það: https://help.travia.is/support/solutions/articles/36000218960-styrkjum-island


ATH: Ekki þarf að fylla út skref 4 (Cancellation Policy), skref 5 (Seasons), skref 6 (Prices) fyrir þessa tilteknu herferð.