Til þess að skrá sig í Styrkjum Ísland og taka þátt, þarf að skrá sig í Travia.
Skref 1 - Skrá sig í Styrkjum Ísland:
Þegar komið er inn á Travia vefsíðuna er valmöguleiki til vinstri "Voucher Campagins".
Smellt er á það og svo á punktana þrjá lengst til hægri og smellt á "Enroll"
Skref 2 - Stillingar:
Description: Hér getið þið skrifað lýsingu ef þið bjóðið upp á eitthvað með bókun eins og t.d. fordrykk eða eitthvað annað.
Dates: Hér getið þið skráð inn dagsetningar sem ekki eru í boði fyrir þessa markaðsherferð.
Rooms: Hér veljið þið hvaða herbergi eru innifalin í þessari herferð, hversu mörg herbergi eru í boði fyrir hvern dag, ásamt því hversu margar nætur eru innifaldar í hverju gjafabréfi. Einnig er hægt að tilgreina hvort að morgunverður sé innifalinn. Síðast en ekki síst er hægt að setja inn texta sem á við um þetta tiltekna herbergi.
Skref 3 - Vista:
Skilmálar eru samþykktir og smellt er á Save.
Á myndskeiði fyrir neðan má sjá dæmi um uppsetningu þar sem ekki er í boði að bóka frá 1. júlí - 15. júlí. Morgunverður er innifalinn og öll herbergin sem ég er með eru í boði fyrir þessa herferð.