Það fyrst sem þú gerir er að smella á "My property cooperations". 


(Þú getur stækkað myndirnar með því að smella á þær)Til þess að búa til nýtt samstarf við ferðaskrifstofu smellir þú á "Create new cooperation" sem er efst uppi í hægra horni.


Þegar þú ert kominn í þann glugga þá sérð þú lista yfir þær ferðaskrifstofur sem eru þegar skráðar í Travia. Þú getur valið um allt að tíu í einu. Skristofurnar sjá ekki hverja þú ert að velja, þetta virkar eins og "BCC" í tölvupóstum.  


Þegar þú ert búin að velja þær ferðaskrifstofur sem þú vilt þá smellir þú næst á "Next" sem er í neðra, hægra horni.   Í næsta skrefi þá kemur upp gluggi þar sem þú þarft að velja afbókunarskilmála og verðlista til þess að þú getir smellt á "invite". Það er hægt að setja inn mismunandi verðlista og hægt er að tengja BAR verð. 

Þú getur einnig sett upplýsingar um hversu mikið má bóka í einu, ákveðið hvort þú viljir að það fari áminningarpóstur úr Travia á ferðaskrifstofur til að minna þær á nafnalista og þá með hve mörgum dögum fyrir komu gesta sá póstur á að fara. 


Einnig er hægt eða senda skilaboð varðandi samstarfið áður en ýtt er á "next". Til þess að svara beiðni frá ferðaskrifstofum, sem þú hefur þegar fengið í Travia þá smellirðu á punktana þrjá, sem er að finna lengst til hægri. Þar er hægt að ýta á details, accept og reject. Ef "details" eða "accept" er valið, þá opnast sami gluggi og hér að ofan. Ef valið er reject, þá opnast lítill gluggi þar sem hægt er að smella á "close", ef hætt er við eða smella á "confirm rejection". Einnig er hægt að senda skilaboð í þessum glugga, beint á ferðaskrifstofuna.  


Svara þarf öllum beiðnum í Travia.